[UPPFÆRT 7.DES] Dagana 8. – 10. desember næstkomandi fer fram í Hlíðafjalli bikarmót SKÍ/alþjóðlegt FIS-mót. ATH, mótið átti upphaflega að fara fram í Bjáfjöllum en hefur verið fært vegna snjóleysis.
Mótið er fyrir 13 ára og eldri. Athugið að keppendur 17 ára og eldri þurfa að hafa FIS-leyfi til að taka þátt í FIS-móti. Til að fá nánari upplýsinar um FIS-leyfi, má senda póst á ullarpostur@gmail.com.
Skráningar fara fram í gegnum félögin svo þeir Ullungar sem hyggja á þátttöku þurfa að senda póst á ullarpostur@gmail.com í síðasta lagi þriðjudaginn 5. desember 2023
UPPFÆRT! ATH það er villa í mótsboðinu, það þarf að skrá sig í gegnum nýja mótavef SKÍ: https://mot.ski.is/vidburdur/353
UPPFÆRT 5.DES: ATH, það er nú uppfært mótsboð í linknum fyrir neðan, en vegalengdir hafa breyst hjá flestum flokkum, endilega kynnið ykkur nýtt mótsboð.
UPPFÆRT 6.DES: ATH Enn önnur útgáfa af mótsboðinu hefur borist og komin inn, allir 15 ára og eldri fara nú sömu vegalengd, kynnið ykkur vel í mótsboðinu.
UPPFÆRT 7.DES: ATH! Síðsta útgáfa af mótsboðinu er nú komin inn. 15-16ára fara 5km laugardag og sunnudag.
ATH! 16 ára (árg 2008) með FIS númer býðst að keppa í fullorðinsflokki vegna úrtöku fyrir YOG og HM
unglinga. Þær skráningar skulu berast á skaformadur.ganga@gmail.com.
Mótsboð með dagskrá og fleiri upplýsingum má finna hér
Aldursflokkar veturinn 2023/2024
13-14 ára – árg. 2010 og 2011
15-16 ára – árg. 2008 og 2009
17-18 ára – árg. 2006 og 2007
19-20 ára – árg. 2004 og 2005
Fullorðins flokkur eru allir 17 ára og eldri – árg. 2007 og eldri