Um félagið

Skíðagöngufélagið Ullur var stofnað þann 19.  júní 2007 og var samþykkt af ÍSÍ síðar sama ár.

Markmið félagsins er að stuðla að iðkun íþróttarinnar skíðagöngu og útbreiðslu hennar. Markmiðinu hyggst félagið ná með því að vinna að bættri aðstöðu til skíðagöngu á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins og eftir aðstæðum innan þéttbýlis, svo og með fræðslu til almennings um íþróttina.
Félagið hefur aðstöðu í Bláfjöllum og er með skála þar.

Tölvupóstur til félagsins: ullarpostur@gmail.com