Þessa dagana eru Ullunganir María Kristín Ólafsdóttir og Hjalti Böðvarsson að keppa á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF). Hátíðin stendur yfir í rúma viku, og þau eru nú þegar búin að keppa í þremur af fjórum göngum. Mótið fer fram í Bakuriani í Georgíu og er mikil upplifun fyrir þau að fá að keppa á þessu stóra sviði.
María Kristín keppti á þriðjudaginn í 5 km göngu með hefðbundinni aðferð og endaði í 56. sæti. Hún keppti svo aftur á fimmtudaginn í 7,5 km með frjálsri aðferð og hafnaði þar í 52. sæti.
Hjalti keppti einnig á þriðjudag í 7,5 km göngu með hefðbundinni aðferð og lenti í 47. sæti. Á fimmtudaginn keppti hann í 10 km með frjálsri aðferð og endaði í 55. sæti.
Að sögn Maríu Kristínar og Hjalta voru þau bæði sáttari með seinni gönguna, sem lofar góðu fyrir framhaldið. Mótið fer fram í 1.700 metra hæð yfir sjávarmáli, sem getur tekið tíma að venjast.
Í gær, laugardag, kepptu þau í sprettgöngu með frjálsri aðferð og í dag, sunnudag, er svo boðganga. Endilega fylgist með mótinu á heimasíðu fis.
Áfram María Krístín og Hjalti!