Val á skíðabúnaði

Í skála okkar í Bláfjölum höfum við til leigu skíðagöngubúnað, skíði, stafi og skó. Þar geta flestir fundið góðan búnað við sitt hæfi, skór eru frá nr. 29 upp í nr. 47 og skíði og stafir eru í samræmi við það. Stór hluti af búnaðinum er nýr eða nýlegur og öllu er vel við haldið. Þá má langoftast gera ráð fyrir að aðstoð kunnáttumanna fáist í skálanum við val á búnaði við hæfi og hægt að fá aðstoð við fyrstu skrefin ef þess er þörf.
Þeir sem eru með sín eigin skíði geta fengið ráðleggingar um skíðaáburð og aðstoð við að bera undir skíðin. Þó er ekki víst að allir skálaverðir treysti sér til að veita þá þjónustu.

Gjaldskrá skíðaleigunnar er sem hér segir:

 Fullorðnir (13 ára og eldri)
Allur búnaður3.000 kr.
Skíði2000 kr.
Skór500 kr.
Stafir500 kr.
Rennslisáburður bræddur undir skíði1.000 kr.
Festuáburður500 kr.

Börn 12 ára og yngri borga ekki leigu fyrir búnaðinn.
Á byrjendanámskeiðum félagsins fá þátttakendur leigð skíði og annan búnað með verulegum afslætti.