Heimsmeistarmót unglinga – Sterk ganga hjá Fróða

Eftir jafnan og góðan árangur á heimsmeistarmóti unginga náði Fróði að toppa í lokagrein mótsins, 10 km göngu með frjálsri aðferð.

Eftir 3,3 km göngu var Fróði í sterku 34. sæti af rúmlega hundrað keppendum, um 38 sek á eftir fyrsta manni. Fín opnun hjá okkar manni. Við annan millitíma var Fróði búinn að vinna sig upp um fimm sæti og átti 29. besta tíman eftir 6,7 km göngu, 1:22 á eftir fyrsta keppenda. Í marki hækkaði hann sig enn frekar og endaði í 26. sæti. Glæsilega útfærð ganga hjá Fróða sem náði greinilega að stilla hraðan vel af og halda góðum dampi alla leið í mark.

Í 20 km göngunni fyrir tveimur dögum náði Fróði besta árangri sem íslenskur skíðamaður hefur náð á þessu móti, skv. vef Skíðasambands Íslands, í dag bætti hann um betur! Það verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni.

Úrslit má sjá hér og upptöku frá keppni dagsins eru aðgengilegar hér.

Skíðagöngufélagið Ullur óskar Fróða til hamingju með með gönguna og mótið í heild sinni!

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur