Heimsmeistaramótið – Fróði keppir í 10 km H

Fróði Hymer í keppni á HM-unglinga 2025

Á morgun, 4. mars, heldur Heimsmeistarmótið í norænum greinum áfram í Þrándheimi í Noregi. Keppt verður í 10 km göngu með hefðbundinni aðferð í bæði karla og kvennaflokki. Ræst verður með 30 sekúndna millibili.

Karlarnir hefja keppni kl. 12:00 að íslenskum tíma og verða þrír íslendingar á meðal keppenda, þeir Ástmar Helgi Kristinsson (SFÍ) og Dagur Benediktsson (SFÍ) og Fróði Hymer sem keppir fyrir Skíðalgöngufélagið Ull. Dagur ræsir fyrstur nr. 51 og er með rástíma 12:25, þá er Fróði nr. 93 og fer af stað kl. 12:46 og loks Ástmar Helgi sem er nr. 108, með rástíma 12:54. Samtals eru 109 keppendur skráðir til leiks.

Að sögn Fróða er allt eins klárt fyrir keppni morgundagins eins og það getur verið. Æfing dagsins gekk vel með hefðbundnum keppnisundirbúningi, skíðatest og sprettir, svokallað „raceprepp“. Aðstæður eru „íslenskar“ rigning og vindasamt sem að sögn Fróða hentar íslensku keppendunum vel.

Aðspurður um markmið hans fyrir keppni morgundagsins vill Fróði lítið gefa upp enda erfitt að setja sér markmið á svo gríðarlega sterku móti. Að lokum segist hann þó vilja að minnsta kosti vinna félaga sína, Ástmar og Dag. Það verður því spennandi að fylgjast með göngu morgundagsins og innbirgðis viðureign þeirra. Hann viðurkennir þó að hann sé óviss með formið enda veiktist hann í kjölfarið á heimsmeistarmóti unglinga þar sem hann náði mjög góðum árangri, þeim besta sem íslendingur hefur náð frá upphafi!

Sem fyrr segir hefs keppnin í karlaflokki klukkan 12:00 en kl. 14:30 verður keppti í kvennaflokki. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu á RÚV frá kl. 11:50 (karlarnir) og kl. 14:20 hefst bein útsending frá keppni í kvennaflokki. Þá má sjá ráslista og fylgjast með beinni tímatöku á heimasíðu FIS.

Skíðagöngufélagið Ullur sendir Fróða og félögum baráttukveður og óskar þeim góðs gengis!

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur