ullur

Ullungar Skíðafólk ársins 2023

Skíðasamband Íslands (SKÍ) hefur útnefnd Kristrúnu Guðnadóttur skíðakonu ársins og Snorra Einarsson skíðamann ársins. Við erum himinlifandi með þessa útnefningu og óskum þeim til hamingju með árangurinn og ekki á hverju ári sem skíðagöngufólk hlýtur þessa nafnbót, í karla- og kvennaflokki. Kristrún Guðnadóttir Skíðakona ársins 2023 Kristrún átti mjög gott síðasta ár. Hún tók þátt […]

Ullungar Skíðafólk ársins 2023 Read More »

Kristrún hlýtur styrk Ólympíusamhjálparinnar

Okkar eina sanna Kristrún Guðnadóttir hefur hlotið styrk Ólympíusamhjálparinnar vegna undirbúnings fyrir Vetrarólympíuleikana í Mílanó og Cortina á Ítalíu 2026. Um er að ræða mánaðarlega styrki, að upphæð 1250 USD til sex einstaklinga vegna kostnaðar við æfingar, keppnir og ferðalög. Kristrún hefur starfað sem yfirþjálfari Ullar síðan í sumar og haldið þétt utan um starfið

Kristrún hlýtur styrk Ólympíusamhjálparinnar Read More »

María Kristín og Hjalti fulltrúar Íslands í skíðagöngu á Ólympíuleikum ungmenna

Ullungarnir Hjalti Böðvarsson og María Kristín Ólafsdóttir hafa verið valin fyrir Íslands hönd til að taka þátt í Olympíuleikum ungmenna (YOG – Youth Olympic Games) í Gangwon í Suður Kóreu daga 21. – 30. janúar. Þau tryggðu sér sæti í þessari stóru keppni á úrtökumóti sem haldið var á Akureyri helgina 8.-10.desember sl. Þar sigraði

María Kristín og Hjalti fulltrúar Íslands í skíðagöngu á Ólympíuleikum ungmenna Read More »

Spor á höfuðborgarsvæðinu

Nú viðrar vel til skíðagöngu og fjölmargir möguleikar í boði fyrir okkur skíðagönguiðkendur. Heiðmörk:  Búið að troða einfalt spor frá Elliðavatnsbænum (tengibrautina – 2,5 km) að skíðagöngusporinu við Heiðmerkurveg/Hjallabraut.  Þar tekur við 4 km hringur, sem vonandi verður hægt að stækka í 8 km.  Í Heiðmörk er afar fallegt og skjólsælt, en brautin hentar ekki alveg fyrir

Spor á höfuðborgarsvæðinu Read More »

Námskeið fyrir leiðbeinendur 6.-7. janúar 2024

Skíðagöngufélagið Ullur hefur á hverjum vetri staðið fyrir fjölda námskeiða og eftirspurnin alltaf mikil. Hjá félaginu er frábær hópur leiðbeinenda sem að hefur séð um kennslu á námskeiðum félagsins, en við viljum gjarnan fjölga í þeim góða hópi.  Helgina 6. – 7. janúar verður haldið námskeið fyrir leiðbeinendur, bæði þá sem að vilja koma nýir

Námskeið fyrir leiðbeinendur 6.-7. janúar 2024 Read More »

Vetrarstarfið

Kynningarfundur Skíðagöngufélagsins Ullar fór fram sl. mánudagskvöld og var vel sóttur. Kynning fundarins má finna hér Við viljum minna á námskeiðin, æfingahópinn og Bláfjallagönguna og hvetjum alla til að kaupa vetrarkort á Skíðasvæðin, sem eru á tilboði til áramóta og eru ekki innfalin í námskeiðs- eða æfingagjöldum. Skíðagangan er frábært fjölskyldusport og barna- og unlingastarfið

Vetrarstarfið Read More »

Ullur með flest gull á fyrsta bikarmóti vetrarins

Ullungar komu sterkir til leiks á fyrsta bikarmóti vetrarins sem fór fram í Hlíðarfjalli um helgina. Mótið sem var alþjóðlegt FIS mót, og úrtökumót fyrir Olympíudaga æskunnar og HM unglinga, átti upphaflega að fara fram í Bláfjöllum en vegna snjóleysis var það fært til Akureyrar. Ullungar fóru heim með samtals 9 gull verðlaun, 1 silfur

Ullur með flest gull á fyrsta bikarmóti vetrarins Read More »

Kynning á vetrarstarfi félagsins

Kynningarfundur á vetrarstarfi Ullar verður haldinn 11. desember kl 20:00 á Teams. Farið verður yfir starf vetrarins, t.d. barna- og unglingastarfið, almenningsnámskeiðin, fullorðinsæfingar, nýjan skála, Bláfjallagönguna, fréttir af landsliðsfólkinu okkar, aðstöðumálin, stefnumótun og jafnvel eitthvað fleira. Fundurinn verður á netinu og vonum að sjá sem flesta, bæði félagsmenn og aðra. Viðburðurinn er hér á facebook

Kynning á vetrarstarfi félagsins Read More »

FIS/bikarmót í Hlíðarfjalli 8. – 10. desember 2023

[UPPFÆRT 7.DES] Dagana 8. – 10. desember næstkomandi fer fram í Hlíðafjalli bikarmót SKÍ/alþjóðlegt FIS-mót. ATH, mótið átti upphaflega að fara fram í Bjáfjöllum en hefur verið fært vegna snjóleysis. Mótið er fyrir 13 ára og eldri. Athugið að keppendur 17 ára og eldri þurfa að hafa FIS-leyfi til að taka þátt í FIS-móti. Til

FIS/bikarmót í Hlíðarfjalli 8. – 10. desember 2023 Read More »