ullur

Kristrún hlýtur styrk Ólympíusamhjálparinnar

Okkar eina sanna Kristrún Guðnadóttir hefur hlotið styrk Ólympíusamhjálparinnar vegna undirbúnings fyrir Vetrarólympíuleikana í Mílanó og Cortina á Ítalíu 2026. Um er að ræða mánaðarlega styrki, að upphæð 1250 USD til sex einstaklinga vegna kostnaðar við æfingar, keppnir og ferðalög. Kristrún hefur starfað sem yfirþjálfari Ullar síðan í sumar og haldið þétt utan um starfið […]

Kristrún hlýtur styrk Ólympíusamhjálparinnar Read More »

María Kristín og Hjalti fulltrúar Íslands í skíðagöngu á Ólympíuleikum ungmenna

Ullungarnir Hjalti Böðvarsson og María Kristín Ólafsdóttir hafa verið valin fyrir Íslands hönd til að taka þátt í Olympíuleikum ungmenna (YOG – Youth Olympic Games) í Gangwon í Suður Kóreu daga 21. – 30. janúar. Þau tryggðu sér sæti í þessari stóru keppni á úrtökumóti sem haldið var á Akureyri helgina 8.-10.desember sl. Þar sigraði

María Kristín og Hjalti fulltrúar Íslands í skíðagöngu á Ólympíuleikum ungmenna Read More »

Spor á höfuðborgarsvæðinu

Nú viðrar vel til skíðagöngu og fjölmargir möguleikar í boði fyrir okkur skíðagönguiðkendur. Heiðmörk:  Búið að troða einfalt spor frá Elliðavatnsbænum (tengibrautina – 2,5 km) að skíðagöngusporinu við Heiðmerkurveg/Hjallabraut.  Þar tekur við 4 km hringur, sem vonandi verður hægt að stækka í 8 km.  Í Heiðmörk er afar fallegt og skjólsælt, en brautin hentar ekki alveg fyrir

Spor á höfuðborgarsvæðinu Read More »

Námskeið fyrir leiðbeinendur 6.-7. janúar 2024

Skíðagöngufélagið Ullur hefur á hverjum vetri staðið fyrir fjölda námskeiða og eftirspurnin alltaf mikil. Hjá félaginu er frábær hópur leiðbeinenda sem að hefur séð um kennslu á námskeiðum félagsins, en við viljum gjarnan fjölga í þeim góða hópi.  Helgina 6. – 7. janúar verður haldið námskeið fyrir leiðbeinendur, bæði þá sem að vilja koma nýir

Námskeið fyrir leiðbeinendur 6.-7. janúar 2024 Read More »

Vetrarstarfið

Kynningarfundur Skíðagöngufélagsins Ullar fór fram sl. mánudagskvöld og var vel sóttur. Kynning fundarins má finna hér Við viljum minna á námskeiðin, æfingahópinn og Bláfjallagönguna og hvetjum alla til að kaupa vetrarkort á Skíðasvæðin, sem eru á tilboði til áramóta og eru ekki innfalin í námskeiðs- eða æfingagjöldum. Skíðagangan er frábært fjölskyldusport og barna- og unlingastarfið

Vetrarstarfið Read More »

Ullur með flest gull á fyrsta bikarmóti vetrarins

Ullungar komu sterkir til leiks á fyrsta bikarmóti vetrarins sem fór fram í Hlíðarfjalli um helgina. Mótið sem var alþjóðlegt FIS mót, og úrtökumót fyrir Olympíudaga æskunnar og HM unglinga, átti upphaflega að fara fram í Bláfjöllum en vegna snjóleysis var það fært til Akureyrar. Ullungar fóru heim með samtals 9 gull verðlaun, 1 silfur

Ullur með flest gull á fyrsta bikarmóti vetrarins Read More »

Kynning á vetrarstarfi félagsins

Kynningarfundur á vetrarstarfi Ullar verður haldinn 11. desember kl 20:00 á Teams. Farið verður yfir starf vetrarins, t.d. barna- og unglingastarfið, almenningsnámskeiðin, fullorðinsæfingar, nýjan skála, Bláfjallagönguna, fréttir af landsliðsfólkinu okkar, aðstöðumálin, stefnumótun og jafnvel eitthvað fleira. Fundurinn verður á netinu og vonum að sjá sem flesta, bæði félagsmenn og aðra. Viðburðurinn er hér á facebook

Kynning á vetrarstarfi félagsins Read More »

FIS/bikarmót í Hlíðarfjalli 8. – 10. desember 2023

[UPPFÆRT 7.DES] Dagana 8. – 10. desember næstkomandi fer fram í Hlíðafjalli bikarmót SKÍ/alþjóðlegt FIS-mót. ATH, mótið átti upphaflega að fara fram í Bjáfjöllum en hefur verið fært vegna snjóleysis. Mótið er fyrir 13 ára og eldri. Athugið að keppendur 17 ára og eldri þurfa að hafa FIS-leyfi til að taka þátt í FIS-móti. Til

FIS/bikarmót í Hlíðarfjalli 8. – 10. desember 2023 Read More »

Skíðagöngudagurinn með Marit Björgen

Skíðagöngudagurinn með Marit Björgen verður haldinn í næstu viku, 30. nóvermber Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Norska sendiráðið á Íslandi og Skíðasamband Íslands og fer fram í Kaldalóni í Hörpu. Frítt er á viðburðinn og enginn sem hefur áhuga á skíðagöngu ætti að láta þetta framhjá sér fara. Allar upplýsingar, dagskrá og fleira má

Skíðagöngudagurinn með Marit Björgen Read More »