ullur

Kristrún Guðnadóttir keppir á sænska meistaramótinu í Falun 2026

Kristrún Guðnadóttir með flottar framfarir á sænska meistaramótinu í skíðagöngu

Sænska meistaramótið í skíðagöngu fer fram um helgina og þar er skíðakonan Kristrún Guðnadóttir úr Ulli meðal keppenda. Hún hefur nú lokið tveimur greinum og sýnt miklar framfarir frá því fyrir jól. Í gær keppti Kristrún í hefðbundinni göngu og endaði í 44. sæti af 60 keppendum, sem er góður árangur í sterku alþjóðlegu móti. […]

Kristrún Guðnadóttir með flottar framfarir á sænska meistaramótinu í skíðagöngu Read More »

Ýdalir, nýr skáli Skíðagöngufélagsins Ullar

Félagsgjöld 2026

Kæru félagar Nú hefur verið sendur úr reikningur í heimabanka fyrir félagsgjöldum.  Félagið stendur áfram í framkvæmdum og uppbyggingu í Bláfjöllum. Nýr skáli félagins, Ýdalir, var tekinn í notkun veturinn 2024 en enn á eftir að klára ýmislegt tengt skálanum, bæði frágangur innandyra þar sem eftir er að setja upp salerni, ganga frá innréttingum og

Félagsgjöld 2026 Read More »

Fjórir frá Ulli með í Gålå

Um nýliðna helgi var mikið um að vera hjá okkar fremsta skíðagöngufólki. Á norska bikarmótinu í Gålå átti Ullur hvorki meira né minna en fjóra keppendur, þau Kristrúnu Guðnadóttur, Fróða Hymer, Hjalta Böðvarsson og Maríu Kristínu Ólafsdóttur. Kristrún og Fróði keppa í flokki fullorðinna en Hjalti og María Kristín í unglingaflokki. Auk þeirra voru fleiri

Fjórir frá Ulli með í Gålå Read More »

Stígandi hjá Kristrúnu í Svíþjóð

Um helgina keppti landsliðskonan Kristrún Guðnadóttir á opnunarmóti sænska skíðasambandsins í Gällivare í norðurhluta Svíþjóðar. Mótið er eitt það sterkasta á tímabilinu þar sem fremstu skíðagöngustjörnur Svíþjóðar og víðar hefja keppnistímabilið. Auk Kristrúnar tóku þátt landsliðsfélagarnir Dagur Benediktsson, Einar Árni Gíslason og Ástmar Helgi Kristinsson. Kristrún er fyrst og fremst þakklát fyrir að vera komin

Stígandi hjá Kristrúnu í Svíþjóð Read More »

Ari Wendel sæmdur silfurmerki SKÍ

Ari Wendel var sæmdur silfurmerki Skíðasambands Íslands á Skíðaþingi sem að haldið var í október mánuði. Ari sat í stjórn Skíðagöngufélagins Ullar frá árinu 2011 og allt þar til að hann hætti í stjórn síðastliðið vor. Ari hefur lagt gríðarlega mikið til félagsins og til uppbyggingu skíðagöngu á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Ari var meðal annarra

Ari Wendel sæmdur silfurmerki SKÍ Read More »

Keppnistímabilið hafið hjá Kristrúnu

Keppnistímabilið er hafið hjá landliðskonunni Kristrúnu Guðnadóttur en hún tók um helgina þátt í FIS mótum í Munoio í Finnlandi. Frábært að sjá að Kristrún er komin af stað aftur eftir erfið meiðsli síðastliðinn vetur. Framundan er spennandi vetur með meðal annars Vetrarólympíuleikum í Milano – Cortina í febrúar 2026. Kristrún verður búsett að mestu í

Keppnistímabilið hafið hjá Kristrúnu Read More »

Hjólaskíðamót Ullar 21. september

Hjólaskíðamót Ullar fer fram sunnudaginn 21. september næstkomandi klukkan 10.00. Mótið verður haldið í Fossvogsdalnum með starti og marki rétt vestan við Víkingsheimilið. Í boði verða fleiri en ein vegalengd og hentar brautin öllum, hvort sem er byrjendum eða lengra komnum. Eins og undanfarin ár verða glæsileg útdráttarverðlaun í boði. Keppt verður í eftirfarandi flokkum og

Hjólaskíðamót Ullar 21. september Read More »