ullur

Einar Óla og Ari Wendel heiðraðir

Aðalfundur – Baldur nýr formaður

Aðalfundur Skíðagöngufélagsins Ullar fór fram í gær, 26. maí 2025. Í skýrslu stjórnar kom fram að starfið hafi gengið brösuglega vegna tíðarfarsins sl. Vetur, sem hafði mest áhrif á námskeiðs- og mótahald. Ekki tókst að halda bikarmót þar sem FIS brautin komst ekki í notkun vegna snjóleysis, Bláfjallagöngunni var frestað og Skíðagöngudagurinn féll niður. Ársreikningur […]

Aðalfundur – Baldur nýr formaður Read More »

Fundarboð – Aðalfundur Skíðagöngufélagsins Ullar

Aðalfundur Skíðagöngufélagsins Ullar verður haldinn mánudaginn 26. maí 2025 kl. 18:00. Málefni sem félagar óska eftir að borin verði upp á fundinum þurfa að berast til stjórnar viku áður en fundur hefst, það er eigi síðar en mánudaginn 19. maí á netfangið stjornullar@gmail.com Málefni sem berast eftir 12. maí verða ekki borin upp nema 2/3

Fundarboð – Aðalfundur Skíðagöngufélagsins Ullar Read More »

Fróði Hymer í keppni á HM-unglinga 2025

Heimsmeistaramótið – Fróði keppir í 10 km H

Á morgun, 4. mars, heldur Heimsmeistarmótið í norænum greinum áfram í Þrándheimi í Noregi. Keppt verður í 10 km göngu með hefðbundinni aðferð í bæði karla og kvennaflokki. Ræst verður með 30 sekúndna millibili. Karlarnir hefja keppni kl. 12:00 að íslenskum tíma og verða þrír íslendingar á meðal keppenda, þeir Ástmar Helgi Kristinsson (SFÍ) og

Heimsmeistaramótið – Fróði keppir í 10 km H Read More »

Kristrún og Fróði á heimsmeistaramótinu í Þrándheimi

Heimsmeistaramótið í skíðagöngu hófst í gær með pompi og prakt. Fyrstu grein mótsins er lokið en í dag fór fram undankeppni fyrir skíðfólk sem hefur ekki náð undir tilskilin fjölda FIS-punkta, eða undir 175 punkta. Þeir Einar Árni Gíslason (SKA) og Ástmar helgi Kristinsson (SFÍ) tóku þátt og náðu góðum árangri. Einar Árni hafnaði 14.

Kristrún og Fróði á heimsmeistaramótinu í Þrándheimi Read More »

Fróði Hymer á HM-unglinga

Heimsmeistarmót unglinga – Góð ganga hjá Fróða

Það voru frábærar aðstæður þegar keppni í 20 km göngu með hefðbundinn aðferð fór fram í dag á HM-unglinga í Schilpario á Ítalíu. Á ráslínunni voru þrír íslenskir keppendur, Ástmar Helgi og Grétar Smári úr SFÍ og Fróði Hymer úr Skíðagöngufélaginu Ulli. Gangan var ræst kl. 12:00 að íslenskum tíma og var sýnd í beinni

Heimsmeistarmót unglinga – Góð ganga hjá Fróða Read More »

Heimsmeistarmót unglinga – 20 km CL, hópstart

Á morgun, miðvikudaginn 5. febrúar, heldur keppni áfram á Heimsmeistarmóti unglinga þar sem Ullungurinn Fróði Hymer er meðal keppenda ásamt Ástmari Helga Kristinssyni og Grétari Smára Samúelssyni úr Skíðafélagi Ísfirðinga. Keppt verður í 20 km göngu með heðfbundinni aðferð, ræst með hópstarti. Samkvæmt heimildum náði Fróði og félagar að æfa vel í dag og eru

Heimsmeistarmót unglinga – 20 km CL, hópstart Read More »

Fróði keppir í Planica 2024, 20 km F

Heimsmeistaramót unglinga – Fróði með góðan árangur

Í dag fór fram fyrsta keppni á heimsmeistarmóti unglinga í Schilpario á Ítalíu, sprettganga með hefðbundinni aðferð. Ullungurinn Fróði Hymer var meðal keppanda og náði góðum árangri og endaði í 56. sæti í undanrásum af tæplega hundrað keppendum. Það dugði ekki til að komast í úrslit en 30 bestu tímarnir fara áfram í útsláttarkeppni. Fróði

Heimsmeistaramót unglinga – Fróði með góðan árangur Read More »

Frá keppnisbrautunum á Ítalíu

Heimsmeistaramót unglinga – Fróði keppir

Á morgun, 3. febrúar, hefst keppni á heimsmeistarmóti unglinga í skíðagöngu í Schilpario á Ítalíu. Íslendingar senda þrjá keppendur til leiks, þar á meðal Fróði Hymer úr Skíðagöngufélaginu Ulli. Fróði er að keppa á sínu öðru heimsmeistarmóti unglinga en í fyrra náði hann frábærum árangri þegar hann var rétt um einni sekúndu frá því að

Heimsmeistaramót unglinga – Fróði keppir Read More »