Skálinn okkar, sem hefur verið fluttur á frábæran stað, ca.100m frá stólalyftunni í suðurgili verður opinn um helgina frá kl.10. Þar er tilvalið að fá sér nesti, bera undir skíðin eða bara hvíla sig og spjalla smá stund.
Við höfum miðað við að skálinn sé opinn þegar skíðasvæðið er opið, um helgar.
Þeim sem ekki eiga gönguskíði er bent á að hægt er að fá þau leigð gegn mjög vægu gjaldi.
Kv. Eiríkur.