Punktar frá æfingabúðum á Ísafirði

Það voru 10 Ullungar sem tók þátt í æfingabúðum á vegum Ísfirðinga að þessu aðrir voru heimamenn, það best ég veit, nema Rósmundur Strandamaður og fjölskylda hans, alls um 25 manns. Þá voru hópar unglinga og barna einnig á æfingum í kringum okkur einkum á laugardag. Kennarar voru frá Noregi þau Åshild og Trond. Aðstæður voru frábærar, nægur snjór og spor unnið og lagt á hverjum morgni. Æfingar snérust fyrst og fremst um tækni frá grunni bæði  í skrefgöngu og ýtingu og ýtingum með sparki svo og rennsli með stigi utan spors. Mikinn lærdóm og skemmtun, mátti draga af myndbandsupptökum af hverjum og einum sem farið var yfir inn í skálanum. Við lærðum fjölmargar aðferðir við æfingar og er ekki pláss hér til að fara í gegnum þær en ein ábending var sérstaklega athygliverð „þið eruð að fara of hratt, þetta er ekki keppni núna“.  Síðan ábendingin um það að eftir upphitun er æskilegt að byrja á tækniæfingum t.d. að ganga stafalaust-jafnvægi og spark, æfa beitingu handleggja í stjaki og í skrefgöngu, hugsa um skreflengd í skrefgöngu og svo framvegis. Á laugardeginum var svo afmælismót Bobba sem hann stýrði eins og herforingi, börn fyrst svo fullorðnir og hann tók stafina af þeim öflugust, ég skil ekki af hverju ég fékk að hafa mína, sem fóru fyrri hringinn 3,3 km þannig. Það skipti greinilega engu máli því þessi stafalausu hurfu nánast eins og hvítur stormsveipur. Á sunnudagsmorgni var ansi kalt í lofti og var farið í tveimur hópum og notað allt sporið sem búið var að leggja og hinr ýmsu kaflar notaðir til ólíkra æfinga eftir bratta. Hrefna Katrín upplýsti í lokin að hennar GPS sýndi að hún gekk 52 km á þessum æfingadögum. Kennsla var einnig í smurningu og tók Pétur það allt upp og verður spennandi að sjá útkomuna. Ég nefndi það við Åshild að ef þau kæmu á næsta ári væri áhugavert að skoða möguleika á því að fá þau 1-2 daga/kvöld í Bláfjöllin í framhaldi af æfingabúðum á Ísafirði og tók hún því vel. Hrefna tók eitthvað af myndum og þær koma e.t.v. líka hér inn á síðuna.

Takk Ísfirðingar, kennarar og allir þátttakendur.

Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur