Barna- og unglingaæfingar eru byrjaðar aftur af fullum krafti undir stjórn Óskars Jakobssonar þjálfara. Eiríkur Sigurðsson sendi vefnum þessar myndir sem hann tók um hádegisbil í dag af glæsilegum og kátum hóp á æfingu í frábæru veðri. Æfingarnar verða á hverjum sunnudegi kl. 11 og vonandi verður veður og skíðafæri þannig í vetur að þær geti orðið sem reglulegastar. Það má hiklaust mæla með þessum æfingum. Þeir, sem vilja prófa, ættu að drífa sig upp í Bláfjöll og heilsa upp á Óskar í Ullarskálanum á sunnudaginn. Þeir, sem ekki eiga gönguskíði og skó geta fengið allt slíkt lánað til að byrja með. Skrifið athugasemd við þessa færslu ef það er eitthvað sem þið viljið spyrja um!
Ullarungar komnir á flug!
- Æfingar, Félagsstarf, Fréttir
Deila
Facebook
Twitter