Dagana 17. – 19. janúar fer fram Bikarmót Skíðasambands Íslands í Bláfjöllum. Keppni hefst með hefðbundinni sprettgöngu á föstudeginum, þá verður keppt með frjálsri aðferð á laugardeginum (einstaklingstart) og endað á að keppni með hefðbundinni aðferð (hópstart) á sunnudeginum. Keppt verður í öllum aldursflokkum.
Sérstök athygli er vakin á Master Class flokknum. Hann er fyrir skíðamenn 35 ára og eldri og er skemmtileg viðbót við keppnisflóruna. Ullur hvetur alla sem náð hafa aldurstakmarki í þennan flokk að skrá sig!
Þessa dagana eru aðstæður frábærara í Bláfjöllum, nægur snjór og nýlega innréttuð skíðaaðstaða bætir aðbúnað keppenda og aðstoðarfólks til muna.
Frekari upplýsingar má finna í mótsboði sem fylgir hér