Bláfjallaganga Ullar fer fram í Bláfjöllum, við Ýdali skála Ullunga, laugardaginn 22. mars 2025. Gangan er hluti af Íslandsgöngunni en Bláfjallagangan er sérstaklega hentug
fyrir hinn almenna skíðaiðkanda sem og keppnisfólk. Eftir gönguna verður glæsilegt kökuhlaðborð og verðlaunaafhending þar sem að meðal annars verður möguleiki á að
vinna glæsileg útdráttarverðlaun!
Fimmtudaginn 20. mars verður Bláfjallaskautið (skaut/frjáls aðferð). Vegalengdir eru 10 km og 20 km. Allir verða ræstir út samtímis kl 18.
Vakin er athygli á því að þeir sem að skrá sig í bæði Bláfjallagönguna og Bláfjallaskautið fá 25% afslátt af báðum viðburðum.
Skráning er nú hafin hér: https://netskraning.is/blafjallagangan/ Hvetjum alla til að skrá sig sem fyrst, lægsta verð í boði til og með 15. febrúar. Hlökkum til að sjá ykkur í Bláfjallagöngunni þann 22. mars næstkomandi!