Ullungurinn og B-landsliðsmaðurinn Fróði Hymer byrjaði tímabilið 2024-2025 með því að taka þátt á sænska opnunarmótinu í Bruksvallarna. Um er að ræða gríðarsterkt mót þar sem allir sterkustu svíarnir auk fleiri þjóða taka þátt. Auk Fróða tóku fleiri íslendingar þátt í mótinu, þar á meðal A-landsliðsmaðurinn Dagur Benediktsson frá Ísafirði sem keppir í fullorðinsflokk.
Fróði átti stórgóða 10 km hefðbundna göngu á laugardeginum og lendir í 16. sæti af rúmlega 100 keppendum. Hann var mjög ánægður með þá göngu en viðkenndi að hafa opnað full rólega og gefið frá sér of margar sekúndur á fyrsta hring. Fróði á það til að byrja göngur varlega til að eiga inni orku fyrir loka hringinn („kontolleruð opnun“). Af þeim sökum hafnaði hann heldur lengra á eftir en áætlað var sem reyndist erfitt að vinna upp á lokahring göngunnar. Engu að síður varð niðurstaðan 16. sæti af rúmlega 100 keppendum!
Á sunnudeginum var keppti 10 km með frjálsri aðferð og ákvað Fróði að breyta um taktík og opna hraðar enn hann gerir venjulega. Það tókst svo sannarlega til í dag þar sem að hann átti stórkostlega göngu frá upphafi til enda og lendir í 4. sæti af tæplega 100 keppendum.
Fróði er að vonum hæstánægður með úrslit helgarinnar og getur horft björum augum á komandi keppnir í vetur.
Öll úrslit fá helginni má nálgast hér á vef Alþjóða Skíðasambandsins FIS.