Andrésar andarleikarnir voru haldnir í Hlíðafjalli á Akureyri dagana 19.-22.apríl og var stór hópur af efnilegum ungum Ullungum sem tóku þátt, eða alls 28 krakkar.
Gleðin var allsráðandi og mikið stuð að vanda. Í Ullstjaldinu sáu foreldrar um grill og bakkelsi fyrir keppniskrakkana og Steven þjálfari sá um það færi ekki framhjá neinum að Ullur væri á svæðinu. Allar árstíðir létu sjá sig, sól og sumarhiti fyrsta daginn, vetrarhríð annan daginn og svo sól og vetrarblíða síðasta daginn.
Frábærir dagar að baki og ljóst að framtíðin er björt með þessa flottu skíðagöngukrakka. Fleiri myndir og myndbönd frá Andrés má sjá hér á Instagram.