Æfingar hefjast næsta sunnudag hjá Skíðagönguskóla Ulls.
Skíðagönguskólinn er fyrir krakka sem eru fædd 2015-2017. Þar eru æfingar einu sinni í viku og ætlum við í ár að bjóða uppá æfingar fyrir þennan hóp allan veturinn en ekki einungis á vorin eins og verið hefur.
Um haustið verða krakkarnir ýmist á strigaskóm eða hjólaskíðum/línuskautum þar sem farið verður í leiki. Haustæfingar verða yfirleitt í Elliðaárdal, við Dalskóla eða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þegar snjórinn kemur förum við upp í Bláfjöll, Heiðmörk eða þangað sem aðstæður henta best.
Skráning fer fram hér í gegnum sportabler.
Nánari upplýsingar um Skíðagönguskólann eru hér.