SMÍS – Sprettganga

Í gær hófst Skíðamót Íslands í skíðagöngu (SMÍS) en mótið fer fram dagana 23. – 26. mars í Bláfjöllum.

Keppni hófst á sprettgöngu fullorðinna í gær en alls 21 keppandi var skráður til leiks.
Úrslit rættust eftir æsispennandi endaspretti í bæði karla og kvennaflokki en það var Dagur Benediktsson SFÍ sem sigraði í karlaflokki og Gígja Björnsdóttir SKA í kvennaflokki. Þau eru því Íslandsmeistarar í sprettgöngu 2023.

Ullur átti 4 keppendur í kvennaflokki og 3 í karlaflokki. Andrea Kolbeinsdóttir var 3. sæti og Sigríður Dóra Guðmundsdóttir í 4. sæti. Þá lenti Snorri Einarsson í 3. sæti og Fróði Hymer í því fjórða en þau keppa öll fyrir Ull.

Öll úrslit helgarinnar má svo finna hér og síða mótsins á facebook er hér.

Í dag er svo keppt í liðaspretti. Keppni hefst kl 16:00 með liðaspretti 13-16 ára. Þá keppa konur kl 16:20 og loks karlar kl 16:30.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur