SMÍS – Liðasprettur

Í gær á öðrum degi Skíðamóts Íslands í skíðagöngu (SMÍG) var keppt í liðaspretti, en í fullorðinsflokki gengu liðsfélagar 3 hringi hvor en í unglingaflokki tvo hringi. Gengið er með boðgönguformi.

Í unglingaflokki tóku 14 lið þátt en sveit Ullar með þeim Maríu Kristínu Ólafsdóttur og Hjalta Böðvarssyni sigruðu eftir spennandi endasprett. Í öðru sæti varð sveit Skíðafélgs Ísafjarðar og í þriðja sæti sveit Skíðafélags Ólafsfjarðar.

Í kvennaflokki tóku tvö lið þátt sem endaði með sigri sveitar Ullar með þeim Andreu Kolbeisdóttur og Sigríði Dóru Guðmunsdsdóttur.

Í karlaflokki öttu 7 lið kappi en það var sveit Skíðafélags Ísafjarðar sem sigraði eftir spennandi keppni. Í öðru sæti varð svo sveit Ullar með þeim Fróða Hymer og Snorra Einarssyni. Sveit Skíðafélags Akureyrar varð í þriðjasæti

Í dag er svo keppt í hefðbundinni göngu með einstaklingsstarti og er fyrsti hópur ræstur út kl 11:00.

Ráslistar með rástímum hjá sjá hér en öll úrslit birtast svo hér.

Á morgun verður keppt í frjálsri aðferð með hópstarti og hefst keppni kl 11:00.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur