Skíðamót Íslands í skíðagöngu í Bláfjöllum 23. – 26. mars 2023

Dagana 23. -26. mars næstkomandi fer fram í Bláfjöllum alþjóðlegt FIS-mót sem er jafnframt Skíðamót Íslands í skíðagöngu.

Mótið er fyrir 13 ára og eldri. Athugið að keppendur 17 ára og eldri þurfa að hafa FIS-leyfi til að taka þátt í FIS-móti. Til að fá nánari upplýsinar um FIS-leyfi, má senda póst á ullarpostur@gmail.com.

LÍkt og í fyrra þá er á sama tíma Íslandsmót öldunga og er keppt í 35 ára og eldri (einn flokkur) án FIS stiga (þurfa ekki FIS-leyfi)

Skráningar fara fram í gegnum félögin svo þeir Ullungar sem hyggja á þátttöku þurfa að senda póst á ullarpostur@gmail.com í síðasta lagi þriðjudaginn 21. mars 2023

Mótsboð með dagskrá og nánari upplýsingum má finna hér

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur