Gönguferðir um Hornstrandir hafa lengi notið mikilla vinsælda en flestir hafa aðeins kynnst svæðinu að sumri til. Það er þó ekki síður áhugavert að fara þarna um á skíðum að vetrarlagi eða snemma vors og hópur ísfirskra skíðakappa hefur t.d. farið eina ferð á ári um þessar slóðir undanfarin 35 ár. Til að gefa fleirum kost á að njóta svæðisins snemma vors meðan enn er nægur snjór til skíðaferða hefur fyrirtækið Kagrafell ehf. nú skipulagt ferðir til Hesteyrar þar sem gist verður í Læknishúsinu og gengið um nágrennið á daginn.
Allar nánari upplýsingar fást með því að smella á myndina hér til hliðar.