Áramót

Gleðilegt ár gott skíðagöngufólk og takk fyrir árið sem er að líða.

Nú þurfum við öll að leggjast á eitt og biðja veðurguðina að vera okkur hliðholla í vetur. Það bíða okkar spennandi verkefni í vetur, við ætlum í fyrsta sinn með hóp unglinga á bikarmót og stefnum að því að fleiri félagsmenn en nokkru sinni taki þátt í ýmsum mótum svo sem Íslandsgöngunni. Mikill áhugi er á þátttöku í námskeiðum fyrir almenning, komnir hátt í 60 einstaklingar á lista og sumir með nokkra á bakvið sig og einnig er óskað eftir tilsögn fyrir 10-15 manna hópa.

Ég vil þakka öllum sem lagt hafa hönd á plóginn á árinu sem er að líða og hlakka til að vinna með ykkur öllum að því að auka þátttöku í skíðagöngu á komandi ári og efla þannig heilsu fólks og almenna vellíðan.
Þóroddur formaður

Ar-2013

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur