
Þótt mótið sé ætlað félögum tiltekinna skíðafélaga geta aðrir óskað eftir að keppa sem gestir. Þeir þurfa að skrá sig á sama hátt og félagar í Ulli og láta þess getið hvort þeir vilja kenna sig við eitthvert félag utan SKRR.
Dagskrá
Föstudagur 21. mars klukkan 18:30 – Frjáls aðferð (F)
Laugardagur 22. mars kl. 11:00 – Hefðbundin aðferð (H)
Flokkar og vegalengdir (báða dagana)
9 ára og yngri: 1 km
10-11 ára og 12-13 ára: 2,5 km
14-15 ára: 3,5 km
16-17 ára og 18 ára og eldri: Karlar 7,5 km, konur 5 km
Verðlaun verða veitt í samræmi við lög SKRR, það er verðlaunað fyrir hvora keppnisgrein (F og H) óháð því hvort keppandi er úr Reykjavíkurliði eða ekki. Krýndur verður Reykjavíkurmeistari (keppendur úr Reykjavíkurliði) í hvorri keppnisgrein og fyrir samanlagðan árangur beggja greina.