Nú er þremur göngum Íslandsgöngunnar lokið og sú fjórða fram undan, Strandagangan á Hólmavík, sem gengin verður í 20. sinn, fer fram í Selárdal við Steingrímsfjörð laugardaginn 15. mars næstkomandi. Í boði eru hefðbundnar vegalengdir, 5 km, 10 km og 20 km sem gefur stig í Íslandsgöngunni og auk þess 1 km fyrir yngstu keppendurna. Ræst verður kl. 13 í þrjár lengri vegalengdirnar en kl. 12:30 í þá stystu.
Það má hiklaust hvetja Ullunga og annað skíðagöngufólk á höfuðborgarsvæðinu til að fjölmenna í Strandagönguna. Það má t.d. nefna að þetta er síðasta tækifæri til að ná í Íslandsgöngustig án þess að þurfa að ganga 50 km eða þaðan af lengra og fyrir þá sem stefna á langa göngu í Orkugöngu eða Fossavatnsgöngu er þetta tilvalin æfing. Þá er gestrisni Strandamann við brugðið, nú toppa þeir sjálfa sig með því að bjóða í heita potta eftir gönguna og kökuhlaðborðið er víðfrægt. Og fyrir þá sem vilja njóta kvöldsins í skemmtilegum félagsskap og gista til sunnudags er í boði skíðaleikjahátíð sunnudaginn 16. mars kl. 10-12.
Allar nauðsynlegar upplýsingar má sjá með því að smella a myndina hér fyrir ofan og á http://strandagangan.123.is.
Strandagangan laugardaginn 15. mars
- Fréttir, Keppni
Deila
Facebook
Twitter