Lokadagur Heimsmeistaramóts unglinga

Skíðatest í Planica

Föstudaginn 9. febrúar kl. 10:45 að íslenskum tíma hefst lokagrein íslensku keppendanna á Heimsmeistaramóti unglinga í Planica í Slóveníu. Keppt verður í 10 km göngu með hefðbundinni aðferð. Íslendingar eiga fjóra keppendur í göngunni og þar af á Skíðagöngufélagið Ullur einn keppenda, Fróða Hymer.

Fróði hætti keppni í 20 km göngu með frjálsri aðferð á miðvikudaginn. Þá tók hann sér frí frá æfingum í dag þegar kvefeinkenni fóru að gera vart við sig. Vonandi hefur hvíldin gert Fróða gott svo að hann verði klár í slaginn á morgun.

Annars er hópurinn vel stefndur og æfði við mjög góðar aðstæður í dag í sól og blíðu. Veðurspá morgundagsins gerir ráð fyrir skýjuðu verði og jafnvel rigningu en að sögn aðstoðarmanna liðsins hefur það ekki áhrif á undirbúning skíða ef það fer að rigna. Verra ef það fer að snjóa!

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá göngunni á netinu og tímatöku á hér.

Skíðagöngufélagið Ullur sendir baráttukveðjur fyrir loka gönguna!

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur