Bláfjöll annar í Páskum

Gleðilega hátíð. Það er fallegt að horfa til Bláfjalla milli élja, fannhvít og böðuð í sól. Á morgun 2. páskadag lítur út fyrir hæglætis veður snemma morguns en verður skv. spám orðið leiðinlegt um hádegi vegna vinds. Það er því um að gera að mæta snemma og njóta fjallanna, óvist er þó hvort hægt verður að leggja skíðaspor en við munum gera okkar besta til að fá eitthvert spor á Slétunni og í nágrenni hennar, annars er mjög hart skíðafæri. Kl. 11 verður ræst í páskaeggjamót barna og unglinga og eru páskegg í verðlaun.
Sjáumst í fjöllunum.
Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur