Fyrr í þessum mánuði var ráðinn nýr yfirþjálfari barna- og unglingastarfs ásamt aðstoðarþjálfara. Yfirþjálfarinn heitir Steven Gromatka og honum til aðstoðar verður Guðný Katrín Kristinsdóttir. Guðný kom að þjálfun seinnihluta vetrar (2020-20121) og var fyrir fáeinum árum ein af Ullar krökkunum. Það er því ánægjulegt að fá hana aftur inn í starfið í nýtt hlutverk. Steven hefur komið að þjáfun margra af okkar bestu skíðamönnum og starfaði um nokkurra ára skeið hjá Skíðafélagi Ísafjarðar. Þar áður starfaði hann við þjálfun í Bandaríkjunum.
Með nýju fólki koma nýjar áherslur. Fleiri æfingar á hjólaskíðum, lengri hlaupatúrar, hermiæfingar, leikir og margt fleira á boðstólnum.
Þá hefur foreldraráðið kokkað upp plan fyrir veturinn. Á dagskránni fyrir áramót er nýliðakynning, hjólaskíðamót Sportval, skiptimarkaður, skálagisting og byrjendanámskeið svo eitthvað sé nefnt. Eftir áramót eru flestar helgar lagðar undir mót og annað skemmtilegt. Nánari dagskrá vetrarins verður kynnt síðar.
Nánari upplýsingar um æfingarnar má finna hér.