
Ein breyting hefur orðið á úrslitum frá þeim bráðabirgðaúrslitum sem birtust fljótlega eftir gönguna. Tími Kristínar Baldursdóttur, sem þá var talin í 2. sæti í flokki kvenna 50-59 ára reyndist rangur og þegar réttur tími kom í ljós færðist hún í 1. sæti í sínum flokki. Við vonum að nú hafi allar villur fundist og verið leiðréttar en ef einhver keppandi finnur ekki nafnið sitt á listanum eða hefur rökstuddan grun um að tíminn sé ekki réttur er hann beðinn að láta til sín heyra.
Og hér má svo finna úrslitin: Úrslit í Bláfjallagöngu 2014
Úrslit í Bláfjallagöngunni
- Fréttir, Keppni
Deila
Facebook
Twitter