Skíðastaðagangan laugard. 15. janúar í Hlíðarfjalli

Skíðastaðagangan fer fram laugardaginn 15. janúar í Hlíðarfjalli og hefst kl. 12:00. Gangan er hluti af Íslandsgöngumótaröð sem fram fer vítt og breitt um landið og er tilgangurinn m.a. að hvetja almenning til þátttöku í þessari hollu íþróttagrein.

Skráning hefst kl 9:30 í gönguhúsinu. Verðlaunaafhending og veitingar verða í Íþróttahúsi Giljaskóla kl.15:30. Þennan sama dag verður Hermann Sigtryggsson 80 ára og mun hann ræsa mótið, en hann var einn af þeim sem kom Íslandsgöngumótaröðinni af stað á sínum tíma, því finnst okkur við hæfi að hafa stórt og myndarlegt start í tilefni dagsins.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Skíðastaðagangan 24 km.
Karlar og konur 16-34 ára, 35-49 ára og 50 ára og eldri.

Skíðastaðagangan 12 km. og 4 km.
Karla- og kvennaflokkur

Skráning og frekari upplýsingar ganga@internet.is , www.skidi.is og í
síma 878-1624. (föstudag og laugardag)

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur