Við höfðum gert ráð fyrir að Rannveig Jónsdóttir tæki við þjálfun um áramótin en af því getur því miður ekki orðið og í dag var gengið frá ráðningu annars Ísfirðings, Stefáns Pálssonar sem var m.a. bikarmeistari 17-19 ára 2010 og hefur unnið við þjálfun. Bjóðum við hann velkominn og eru félagsmenn hvattir til að fylgjast með fréttum um æfingar hér á síðunni. Óskar Jakobs verður aðstoðarþjálfari og þeir félagar munu fljótlega setja hér inn uppl. um fyrstu æfingu. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnin á æfingarnar því við viljum stækka hópinn og fara m.a. með góðan hóp á Andrésarleikana. Stefán mun væntanlega einnig koma að leiðsögn á námskeiðum og æfingum fullorðinna en nánar um það síðar.
Þóroddur F.
Nýr þjálfari barna og unglinga
- Æfingar, Félagsstarf, Fréttir
Deila
Facebook
Twitter