Úrslit í Bláfjallagöngunni

Blafjg-bikarm-53Loksins liggja úrslit í Bláfjallagöngunni fyrir og eru keppendur og annað áhugafólk um gönguna beðið afsökunar á þessum töfum sem ekki varð við ráðið. En gangan var hin glæsilegasta og keppendur voru fleiri en nokkru sinni fyrr þótt ekki muni miklu. Nú luku 86 keppni, einum fleiri en 2009 þegar keppendur voru 85. Jafnframt Bláfjallagöngunni fór fram bikarkeppni SKÍ í skíðagöngu, þar kepptu 10 sem ekki tóku þátt í Bláfjallagöngunni og hjá nokkrum gilti gangan í báðum mótum samtímis.
Ein breyting hefur orðið á úrslitum frá þeim bráðabirgðaúrslitum sem birtust fljótlega eftir gönguna. Tími Kristínar Baldursdóttur, sem þá var talin í 2. sæti í flokki kvenna 50-59 ára reyndist rangur og þegar réttur tími kom í ljós færðist hún í 1. sæti í sínum flokki. Við vonum að nú hafi allar villur fundist og verið leiðréttar en ef einhver keppandi finnur ekki nafnið sitt á listanum eða hefur rökstuddan grun um að tíminn sé ekki réttur er hann beðinn að láta til sín heyra.
Og hér má svo finna úrslitin:   Úrslit í Bláfjallagöngu 2014

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur