Hjólaskíðamót Ullar fór fram á sunnudaginn í stilltu veðri í Fossvoginum en þar var nokkuð blautt eftir rigningar fyrr um daginn. Alls mættu 17 þátttakendur á öllum aldri, sem fóru ýmist 10 km, 5km, 2km, 1km eða í þrautabraut.
Í fullorðinsflokki, 17 ára og eldri, voru sigurvegarar þau Bryndís Ernstsdóttir, Ulli og Dagur Benediksson, SFÍ. Það var ferða- og útvistaverslunin Everest sem gaf glæsileg verðlaun fyrir fyrstu þrjú sæti í kvenna og karla flokki.
Nánari úrslit má sjá hér.
Myndir má finna hér en einnig má sjá fleiri myndir frá keppninni á mbl.is.