Stjórn skíðasvæðanna / Samtök sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu samþykktu að setja talsverða fjármuni í uppbyggingu skíðagöngusvæðisins. Um er ræða 120 m.kr á þremur árum til viðbótar við salernishús sem áður var búið að samþykkja. Í grunninnn er þetta í samræmi við uppbyggingaráætlun sem Ullur lagði til.
Helstu fjárfestingar/þjónustuþættir:
- Snjósöfnun verður bætt með nýjum snjógirðingum og jarðvinnu
- Keyptur verður sérbúinn snjótroðari til að sinna betur sporlagningu
- Vatnssöfnun á Leiru verður löguð
- Fjárfest verður í snjósleða og tvöföldum spora til að leggja spor þegar stærri troðari er ekki aðgengilegur
- Ráðinn verði sérstakur starfsmaður fyrir skíðagöngusvæði
- Lýsing brauta verður bætt. Grunnbraut verður lengd í ca. 4 – 5km og verður nú öll upplýst
- Merkingar brauta verða bættar
Þetta er auðvitað stór áfangi fyrir okkur og eitthvað sem við höfum barist fyrir í fjölda ára.
Varðandi skálamál þá stefnir Ullur sem fyrr að byggingu nýs skála fyrir starfsemina í Bláfjöllum.
Leyfismál og hækkun á framkvæmdakostnaði hafa seinkað því verki en við stefnum á að nýr
skáli verði reistur næsta ár (2023).
Við settum út nýjan vef núna í sumar þar sem m.a. hægt að sjá aðstæður í vefmyndavél og hægt er að greiða félagsgjöld með korti. Einnig er búið að ráða inn starfsmann fyrir veturinn hana Dagnýju Indriðadóttur.
Skjólbeltatilraun: Við fengum styrk frá Skógræktinni til að gera tilraun með trjárækt í
Bláfjöllum og var í sumar sett niður talsvert magn af plöntum. Mjög áhugavert verkefni.
Í Heiðmörk ætlum að halda áfram uppbyggingu á skíðaaðstöðu í samvinnu við Skógræktarfélag Reykjavíkur. Því miður fékkst ekki fjármögnum frá Veitum til að klára nýjan hring að Elliðavatnsbænum. Áherslur okkar á þessu starfsári verða þá að bæta bílastæðamál og reyna að opna aðgengi að brautinni frá Kópavogi og Garðabæ. Sem fyrr verðum við með árlegan vinnudag í október í Heiðmörk sem verður auglýstur á næstu dögum!
Við hlökkum til vetarins – sjáumst í sporinu.