Heimsmeistarmótið – Kristrún keppir í dag

Ullungurinn Kristrún Guðnadóttir keppir í sprettgöngu á heimsmeistaramótinu í dag. Keppnin hefst kl. 12 að staðartíma eða kl. 11:00 að íslenskum tíma. Rástími Kristrúnar í undankeppni er kl. 11:13. RÚV sýnir frá úrslitakeppninni sem hefst kl. 13:20. Einnig má fylgjast með beinni tímatöku á heimasíðu FIS, fis-ski.com.

Kristrún hefur átt gott tímabil það sem af er og náði meðal annars frábærum árangri þegar hún endaði í 31. sæti af rúmlega 900 keppendum í Marcialonga á Ítalíu þann 29. janúar síðastliðinn. Í sprettgögnu hefur Kristrún verið á góðu róli. Á bikarmóti norska skíðasambandsins um síðustu helgi komst Kristrún í fjórðungsúrslit og endaði 28. sæti af rúmlega 60 sterkum keppendum. Skíðagöngufélagið Ullur sendir Kristrúnu góða strauma og óskar henni góðs gengis

(mynd fengin að láni hjá Akureyri.net)

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur