Ullungurinn Kristrún Guðnadóttir keppir í sprettgöngu á heimsmeistaramótinu í dag. Keppnin hefst kl. 12 að staðartíma eða kl. 11:00 að íslenskum tíma. Rástími Kristrúnar í undankeppni er kl. 11:13. RÚV sýnir frá úrslitakeppninni sem hefst kl. 13:20. Einnig má fylgjast með beinni tímatöku á heimasíðu FIS, fis-ski.com.
Kristrún hefur átt gott tímabil það sem af er og náði meðal annars frábærum árangri þegar hún endaði í 31. sæti af rúmlega 900 keppendum í Marcialonga á Ítalíu þann 29. janúar síðastliðinn. Í sprettgögnu hefur Kristrún verið á góðu róli. Á bikarmóti norska skíðasambandsins um síðustu helgi komst Kristrún í fjórðungsúrslit og endaði 28. sæti af rúmlega 60 sterkum keppendum. Skíðagöngufélagið Ullur sendir Kristrúnu góða strauma og óskar henni góðs gengis
(mynd fengin að láni hjá Akureyri.net)