Unglingameistaramót Íslands í Bláfjöllum um helgina

Um helgina, dagana 8. -10. apríl, fer fram Unglingameistaramót Íslands í Bláfjöllum. Um er að ræða Íslandsmeistaramót í unglingaflokki þar sem keppendur eru á aldrinum 12-15 ára. Jafnframt er mótið liður í Bikarkeppni SKÍ í sömu aldursflokkum. Krýndir eru unglingameistarar í alpagreinum og göngu. Það er Skíðadeild Breiðabliks sem sér um að halda mótið í samvinnu við Ull sem sér um keppnishald í göngu.

Dagskrá fyrir gönguna er eftirfarandi (ath. búið er að seinka kökuhlaðborðinu og verðlaunaafhendingu á sunnudag til 19:30,  eftirfarandi dagskrá gildir frá og með 8. apríl):

Föstudagur 7. apríl:
18:00 Fararstjórafundir í Smáranum
20:00 Setning mótsins í Menntaskólanum í Kópavogi

Laugardagur 8. apríl:
13:00 12-13 ára 3,5 km Frjáls aðferð
13:30 14-15 ára 5 km Frjáls aðferð
Fararstjórafundur í Bláfjöllum að móti loknu
19:00 Sundlaugapartý – Salalaug í Kópavogi

Sunnudagur 9. apríl:
13:00 12-13 ára 3,5 km Hefðbundin aðferð
13:30 14-15 ára 5 km Hefðbundin aðferð
19:30 (18:00) Verðlaunaafhending og veitingar – Fagralundi, félagsheimili HK
Fararstjórafundur strax eftir verðlaunaafhendingu

Mánudagur 10. apríl
11:00 Ski cross allir flokkar
Verðlaunaafhending í Bláfjöllum við skála Ullar

Úrslit, myndir og aðra upplýsingar má svo finna á facebook síðu mótsins sem má finna með því að smella hér.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur