Foreldraráð skíðagöngufélagsins Ulls stendur fyrir páskaeggjamóti laugardaginn 1. apríl kl. 11:00 í Bláfjöllum fyrir börn og unglinga. Ætlunin er að leggja skemmtilega og krefjandi þrautabraut og leika sér og keppa að skíðakrakka sið, flott æfing fyrir Andrésar Andarleikana. Foreldrar hvattir til að mæta með skíðin og sýna listir sínar og færni í brautinni. Hver veit nema krakkarnir skori á foreldra í einvígi!
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á krakkaullur@gmail.com svo unt sé að áætla innkaup á páskaeggjum (já það eru páskaegg í verðlaun!)