Um námskeið og val á skíðabúnaði

Í gær var fyrsti stóri námskeiðsdagurinn okkar í vetur. Yfir 70 manns mættu og lærðu grunnatriði íþróttarinnar. Það er hægt að fullyrða að allir fóru kátir úr fjallinu í gær og ótrúleg stemning var á svæðinu og við hjá Ulli vorum alsæl eftir daginn.
Við stefnum á fleiri svona daga sem allra fyrst og opnað verður fyrir skráningar á ný námskeið strax eftir helgi.

Á námskeiðin okkar mætir fólk ýmist með eigin búnað eða til að leigja af okkur. Stundum er búnaðurinn af misjöfnum gæðum og jafnvel rangt afgreiddur og því viljum við miðla hér smá fróðleik til að koma í veg fyrir að þið séuð að nota óhentugan skíðabúnað, því við vitum öll, að réttu græjurnar skipta máli, sama hvaða íþrótt á í hlut.

Því skuluð þið hafa nokkur atriðið í huga við val á búnaði:

  1.  Að skíðin séu rétt m.v. þyngd ykkar og hæð.
  2. Að stafirnir séu í réttri hæð fyrir ykkur.
  3. Skíðabúnaður sem legið hefur í geymslum árum saman, er að flestum líkindum ónothæfur. Líklegt er að sóli hafi umbreyst, skíðin misst spennu og plastefni í bindingum og skóm séu farin að molna og gefa sig. Skíði eru ekki bara skíði og munið að ný gönguskíði eru ekki svo dýr m.v. margar aðrar íþróttavörur,

Myndin hér fyrir neðan (smella á mynd til að sjá stærri) skýrir þetta ágætlega og hafið hana í huga þegar þið fáið ykkur skíðabúnað. Rétt valin skíði sem henta okkur, gera ánægjuna af íþróttinni svo miklu meiri.

 

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur