Ullungar eignast Íslandsmeistara

Í dag var keppt í göngu með hefðbundinni aðferð á Skíðamóti Íslands á Akureyri og voru tveir Ullungar meðal þátttakenda. Í flokki pilta 17-19 ára sigraði Gunnar Birgisson, Ulli, með nokkrum yfirburðum. Í göngu kvenna sigraði Elena Dís Víðisdóttir frá Ísafirði og í karlaflokki varð Brynjar Leó Kristinsson frá Akureyri hlutskarpastur en þar var Gunnlaugur Jónasson, Ulli, meðal keppenda. Íslandsmeisturum, og reyndar öllum kepppendum, er hér með óskað til hamingju en heildarúrslit má sjá hér.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur