Vefnum barst eftirfarandi fyrir nokkru frá galvöskum Þingeyingum:
Orkugangan 2012 veður haldin þann 14. apríl. Búið er að stofna heimasíðu um gönguna og eru helstu upplýsingar komnar þar inn fyrir væntanlega keppendur/gangendur, slóðin er orkugangan.is. Áfram verður unnið að síðunni og munu ítarlegri upplýsingar koma þar inn smátt og smátt.
Það stendur til að stækka þennan viðburð jafnt og þétt á komandi árum og mun verða vart breytinga í þá áttina nú 14. apríl. Samhliða þessari 60 km göngu eru styttri vegalengdir gengnar og er göngufólk hvatt til að sækja Þingeyjarsýslur heim þessa helgi og taka þátt í þessari stórskemmtilegu göngu enda geta allir fundið leið og vegalengd við sitt hæfi. En frekari upplýsingar eru á áðurnefndri heimasíðu. Þess má svo geta að búið er að byggja upp og laga veginn frá Húsavík að skíðasvæðinu, og alveg upp að Þeistareykjum.
Orkugangan/Buchgangan 14. apríl 2012
- Fréttir, Keppni
Deila
Facebook
Twitter