Þóroddur formaður hringdi úr Bláfjöllum. Þar var suddi en þokan þó ekki svartari en svo að vel mátti greina Strompagíginn og dálítið sást upp eftir hlíðunum. Skíðafæri var hins vegar ágætt þó að sporið, sem lagt var í fyrradag, væri svolítið farið að láta á sjá. Það er því vel hægt að taka góða æfingu fyrir Bláfjallagönguna á mánudaginn, þó betra að klæða af sér mestu bleytuna með góðum regngalla. Og allar veðurspár benda til ágætisveðurs á mánudaginn, sjá t.d. hér: http://www.yr.no/sted/Island/Su%C3%B0urland/Bl%C3%A1fj%C3%B6ll~3418149/. Það er því engin ástæða til annars en að drífa sig í Bláfjallagönguna. Og fyrir alla muni skráið ykkur hér á síðunni (efst í dálkinum hér til hægri). Það hjálpar okkur mikið, segir okkur t.d. hvað við þurfum að baka mikið af kökum!
Gott skíðafæri í Bláfjöllum!
- Fréttir, Keppni, Skíðafæri
Deila
Facebook
Twitter