Ullur sendi vaska sveit á Andrésarleikana, sem kom heim af mótinu með 3 gull, 2 silfur, 1 brons og mörg bros.
Síðasta daginn fengu Nökkvi Stefánsson og Bryndís Eiríksdóttir medalíur eftir þátttöku í leikjabrautinni, en sama dag átti Ullur tvær boðgöngu-sveitir, bæði yngri og eldri.
Auk Nökkva og Bryndísar kepptu Arna, Hlín og Málfríður Eiríksdætur, Birgitta Birgisdóttir, Halla Karen Johnsdóttir, Harpa Sigríður Óskarsdóttir og Gústaf Darrason á þessu skemmtilega móti fyrri hönd Ullar, en þau má sjá á myndinni með Gunnari Birgissyni.
Til hamingju krakkar!!!
Þessi flotta mynd og 49 aðrar af Ullarungum á Andrésarleikum 2012 eru komnar í myndasafnið, smellið á „Myndasafn“ í dálkinum hér til hægri!