Enn einn dýrðardagur í Bláfjöllum!

Það er ekki síðra að ganga á skíðum á sumrin en á veturna, a.m.k. þegar veðrið og færið er eins og var í Bláfjöllum í dag. Næstum logn, sólskin og líklega um þriggja stiga hiti. Brautin var góð þó að sporið væri á stöku stað dálítið grunnt, hringurinn lá upp að Heiðartoppi og inn í Kerlingardal og mældist 12,8 km. Það komu nokkuð margir við í skálanum en brautin hefði alveg borið fleiri! Nú er um að gera að nýta sér þetta góða vorveður og færi hvort heldur er til að fara í skemmtilegar göngur um Bláfjallasvæðið eða til að fínpússa formið og tæknina fyrir hina miklu uppskeruhátíð skíðagöngumanna, Fossvatnsgönguna á Ísafirði sem fer fram um næstu helgi og Reykjavíkurmeistaramót sem líklega verður haldið á Bláfjöllum 1. maí.
Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri!

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur