Tilboð á gönguskíðavörum frá Everest

Borist hefur svohljóðandi tilboð á gönguskíðum skóm, bindingum og stöfum frá versluninni Everest:

EverestKæru skíðafélagar!
Núna eins og undanfarin ár bíður EVEREST upp á fyrirframpantanir á gönguskíðum, skóm og fleiru frá FISCHER.
Frestur til að panta skíði hjá okkur er til 28. apríl, en skíðin verða afhent í nóvember. Við munum vera á Andrésar Andarleikunum og taka við pöntunum. Eins er hægt að senda pöntun á Dóru, halldora@everest.is.
Við förum fram á 40% staðfestingargjald. Sem við munum vinna þannig að í byrjun maí sendi ég ykkur pantanaformið á tölvupósti með upplýsingum um greiðslufyrirkomulag. Staðfestingargjaldið er svo greitt í framhaldi af því.
Í september byrjun sendi ég svo út til ykkar loka staðfestingu.
Fyrir hönd starfsfólks Everest.
Halldóra
halldora@everest.is

Pöntunarlisti fyrir Fischer gönguskíði 2013    Fischer skór, bindingar og stafir 2013

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur