Frábær dagur í Bláfjöllum

Sunnudagurinn var eins og best gerist í Bláfjöllum, nánast logn, glaðasólskin og nóg af nýjum snjó. Færið var gott þó að sólbráðin gerði áburðarval svolítið flókið.Krakkarnir luku sinni síðustu æfingu fyrir Andrésar andar leikana um næstu helgi með grilluðum pylsum og vöfflum undir öruggri stjórn Óskars og Hugrúnar. Það var fjöldi manns á gönguskíðum, 53 nöfn rötuðu í gestabókina en mun fleiri fóru hjá án þess að líta inn.
Myndirnar hér fyrir neðan tala sínu máli en þegar þær voru tekna var reyndar mjög farið að fækka á svæðinu.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur