Strandagangan 2012

Strandagangan 2012Strandagangan 2012 fer fram laugardaginn 17. mars í Selárdal við Steingrímsfjörð. Stysta brautin, 1 km, er eingöngu ætluð 12 ára og yngri og verður ræst í þá göngu kl. 12:20. Í aðrar göngur verður ræst kl. 13:00 en þær eru 5 og 10 km ganga í opnum flokki karla og kvenna og 20 km ganga í þremur aldursflokkum karla og kvenna en 20 km gangan gefur stig í Íslandsgöngunni. Sveitakeppni verður í öllum vegalengdum. Vegleg verðlaun eru í boði og allir þátttakendur fá viðurkenningarpening.
Nánari upplýsingar, svo sem um skráningu, fást á myndinni hér til hliðar en hana má gera læsilegri með því að smella á hana. Þótt hægt sé að skrá sig á staðnum er eindregið mælt með því að væntanlegir þátttakendur auðveldi Skíðafélagi Strandamanna vinnu við undirbúning með því að skrá sig fyrir fram.
Að göngu lokinni verður verðlaunaafhending og veglegt kaffihlaðborð, hin víðfræga Strandakaka í félagsheimilinu á Hólmavík. Fyrir þá sem ekki þekkja til er hér greinargóð lýsing á Strandakökunni 2009.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur