Kynning á búnaði til skíðagöngu

Fimmtudagskvöldið 8. mars kl. 20 verður kynning á búnaði til skíðagöngu í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6. Það eru Skíðagöngufélagið Ullur og Ferðafélagið sem standa að þessari kynningu og fjallað verður um allt sem tengist gönguskíðum og skíðagöngu, svo sem brautarskíði, ferðaskíði, púlkur, fatnaður, skíðaáburður, skíðagöngumót o.fl. Þá munu fulltrúar frá Útivistarversluninni Everest og kynna skíðabúnað og tilboð á völdum skíðavörum. Sjá nánar á vefsíðu Ferðafélagsins: Gönguskíðakynning

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur