Íslendingar í „Birken“

Meðan við bíðum í ofvæni eftir úrslitum úr Strandagöngunni má nefna að í dag var einnig keppt í einni af frægustu, eftirsóttustu og erfiðustu skíðagöngum í heimi, Birkibeinagöngunni í Noregi. 16.500 voru skráðir í gönguna og komust færri að en vildu því fullbókað var í gönguna 97 sekúndum eftir að opnað var fyrir skráningu! En fimm keppendur voru skráðir frá Íslandi og komust allir í mark. Sævar Birgisson var fljótastur þeirra, gekk á 2:55:43 sem er gríðargóður tími ef miðað er við að sigurvegarinn Anders Aukland gekk á 2:21:34 sem er nýtt brautarmet. Ullungurinn Birgir Gunnarsson gekk á 3:47:12, Þorsteinn Hymer á 4:06:15, Kjell Hymer á 5:31:18 og Pétur Jónsson á 6:09:46. Þeim er hér með óskað tilhamingju með afrekið en eins og sjá má hér er brautin ekki árennileg.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur