Sprettgöngu lokið

Bikarmot_sprettganga_febÍ kvöld lauk fyrstu keppni af þremur á bikarmóti SKÍ í Bláfjöllum sem fer fram um helgina. Keppt var í sprettgöngu við frábærar aðstæður en keppendur gengu 1,2 km sprett með hefðbundinni aðferð. Það voru þau Sævar Birgisson og Elsa Guðrún Jónsdóttir sem keppa fyrir Skíðafélag Ólafsfjarðar, sem sigruðu í karla- og kvennaflokki. Öll úrslit úr sprettgöngunni má sjá hér.

Á morgun hefst keppni kl 13:00 í frjálsri aðferð með hópstarti.

Rástímar eru þessir:

Klukkan 13:00 byrja 12-13 ára drengir og stúlkur sem fara 3,9km.
Klukkan 13:15 byrja 14-15 ára drengir og stúlkur og 16-17 ára stúlkur sem fara 5km.
Klukkan 13:45 byrja 16-17 ára drengir og konur 18 ára og eldri sem fara 10km og karlar 18 ára og eldri sem fara 15km.

 

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur