Í dag var keppt með frjálsri aðferð á bikarmótinu í skíðagöngu sem fram fer í Bláfjöllum um helgina. Nokkuð hvasst var á köflum en að öðru leyti aðstæður nokkuð góðar og bjart yfir. Keppendur í flokki 12-13 ára skautuðu 3,9 km. Þá fóru keppendur í flokki 14-15 ára einn 5 km hring, konur 18 ára og eldri fóru 10km eða tvo hringi og 16 ára og eldri karlar fóru 15 km eða þrjá hringi. Úrslit dagsins má finna hér og myndir frá deginum má finna á myndasíðu félagsins.
Á morgun sunnudag, hefst keppni kl 11:00 en þá er keppt í hefðbundinni göngu með einstaklingsstarti. Dagskrá morgundagsins er þessi:
Klukkan 11:00 fer fyrsti keppandi af stað í flokki 12-13 ára sem ganga 3,9 km.
Klukkan 11:15 fer fyrsti keppandi af stað í flokki 14-15 ára sem ganga 5 km og stúlkna 16-17 ára sem ganga 7,9 km.
Klukkan 11:45 fer fyrsti keppandi af stað í flokkum kvenna 18 ára og eldri sem ganga 7,9 km og svo karla 16 ára og eldri sem ganga 10 km eða tvo 5 km hringi.
Nánri upplýsingar um rástíma og röð keppenda má sjá hér.