Sporlagning föstudag 2. jan.

Ég lagði spor rétt fyrir myrkur á stígnum í Heiðmörk rúma 3 km. Það þarf að merkja leiðina með rauðum borðum í trén þar sem allt umhverfið breytist þegar kominn er jafn mikill snjór og nú. Ég skoðaði aðstæður í Fossvogsdalnum í kvöld og þar er of lítil snjór til að leggja spor en hins vegar hefði verið gott að troða þann snjó sem kominn er. Hvet alla til þess að koma í Bláfjöll á morgun þar sem veðurhorfur á sunnudag- þriðjudag eru ekki góðar þar en þá reynum við að hafa spor í Heiðmörkinni.
Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur