Skíðagöngubrautin í Heiðmörk

Það hefur aðeins borið á því að fólk finni ekki nýju skíðagöngubrautina í Heiðmörk. Til að ráða bót á því hefur Árni Tryggvason búið til glæsilegt kort og eftirfarandi leiðarlýsingu:

Smellið á myndina til að stækka hana!
Smellið á myndina til að stækka hana!

Hér er kort sem sýnir hvar skíðastígurinn í Heiðmörk er staðsettur. Hann er merktur þarna sem blá lína og upphafstaðurinn og bílastæðið með blárri stjörnu.
Ef þið komið af Suðurlandsvegi er ekið fram hjá Elliðavatnsbænum og áleiðs inn í Heiðmörk. Við vegamót Heiðarvegar og Hjallabrautar er beygt til hægri og ekinn um 1 km inn Hjallabraut. Þar er ágætt bílastæði og vestan við veginn er upphaf stígsins. Fljótlega verður komið skilti við stíginn sem markar upphaf hans og er með tilmælum til fótgangandi að fara aðrar leiðir þar sem stígurinn sé aðeins ætlaður skíðafólki þegar snjór er.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur